Nordens hus i Reykjavik RSS (Engelsk)

Listin í netheimum

Föstudaginn 24. janúar opnaði myndlistarsýningin Land handan hafsins í Norræna húsinu en hún var framleidd af Pro Artibus stofnuninni í Finnlandi. Opnunarkvöldið var stórkostlegt, eins og meiri háttar veisla. Innan um myndlist, blóm, mat og vín fögnuðu uppnumdir gestirnir því að sýningarsalur Norræna hússins opnaði að nýju. Kvöldið hverfur mér seint úr minni, þessi síðasta geggjaða veisla áður en öllu var lokað.

Myndlistin er griðastaður þar sem við gleymum veruleikanum um stund og finnum hughreystingu, örvun og samhengi í annarri vídd. Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst hvað menning og listir eru lífsnauðsynlegar manneskjunni. Aldrei hafa verið eins margar ábendingar á samfélagsmiðlum um bækur, kvikmyndir og spilunarlista, stafræna leiðsögn um söfn og sýningar að ógleymdum tónleikum og leiksýningum í beinu streymi.

Í menningarlífinu leggur fólk sig fram við að finna nýjar samskipta- og miðlunarleiðir þegar allar hefðbundnar menningarstofnanir eru lokaðar. Nú getur hver sem er fært listaverk í stafrænt form með þar til gerðum verkfærum og heimasíðum á netinu. En það er ekki eins einfalt og lítur út í fyrstu.

Listin snýst um samveru og rými
Þrátt fyrir að hinn stafræni heimur veiti óendanleg tækifæri til að njóta menningar og lista er netið best fallið til að miðla list sem er sköpuð markvisst með stafræna miðlun í huga og sem nýtir eðli og möguleika tækninnar til hins ítrasta. Ég vona svo sannarlega og ég trúi því reyndar að sá tími sem nú stendur yfir eigi eftir að kynda undir sköpun og nýjar hugmyndar um stafræna list og listmiðlun.

Þegar um er að ræða miðlun á list sem er sköpuð í raunheimum ætla ég að vona að það sé gert í góðu samráði við listafólkið sjálft og sýningarstjóra. Þá er betra að fresta sýningum en að þröngva nýju miðlunarformi upp á höfundana.

Við höfum ákveðið í samráði við listafólkið Marjo Levlin og Carl Sebastian Lindberg að streyma tveimur kvikmyndum af sýningunni Land handan hafsins. Það verður gert á heimasíðu Norræna hússins þar til sýningunni lýkur 5. apríl. Báðar myndirnar fjalla um mikilvæga viðburði í sögu Finnlands og tengjast viðfangsefni sýningarinnar sem er hugmyndir og draumar fólks um betri heim. Ég vona að þið grípið tækifærið til að sjá þær. Skoða myndbönd

Kær kveðja,
Sabina

PS. Griðastaður okkar fjölskyldunnar þessa dagana er Múmíndalurinn. Á hverju kvöldi lesum við „Halastjarnan kemur“ upphátt, þar sem við flissum og súpum hveljur yfir því hvernig sögupersónurnar bregðast við yfirvofandi hörmungum. Það er eitthvað kunnuglegt við það.

Lesa fleiri blogg

The post Listin í netheimum appeared first on Norræna Húsið.

Prjónaklúbburinn er kominn á Facebook

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur stofnað Facebook hóp þar sem prjónarar  af báðum kynjum og mörgum þjóðernum geta greiðlega haldið áfram að deila afrakstri sínum, spjallað saman og gefið góð ráð.

Ertu með eitthvað á prjónunum?
Veldu hnappinn hér fyrir neðan og óskaðu eftir aðgang í hópinn. Við hlökkum til að kynnast þér.

 

Sækja um aðgang

 

Prjónaklúbbur Norræna hússins hefur nú verið starfræktur í rúmt ár. Við hittumst að jafnaði annan hvern þriðjudag á Bókasafninu. Þetta er afskaplega skemmtilegar og notalegar stundir þar sem prjónarar af báðum kynjum og mörgum þjóðernum, hittast og spjalla, gefa ráðleggingar og jafnvel kenna hvert öðru tækni og brellur.

Þessi hópur er ætlaður til að deila myndum og hugmyndum og uppskriftum og hvaðeina öðru sem okkur dettur í hug. Hópurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á handverki, bæði þá sem koma reglulega á prjónstund í Norræna húsinu en líka þá sem ekki komast en vildu svo gjarnan vera með.

Verið öll velkomin.

Allar athugasemdir og fyrirspurnir skulu sendar á ragnheidurm@nordichouse.is

The post Prjónaklúbburinn er kominn á Facebook appeared first on Norræna Húsið.

Kveðja af heimaskrifstofunni: Samskiptafjarlægð

Nú bý ég við einangrun á eyju í fleiri þúsund kílómetra fjarlægð frá minni fósturjörð, frá vinum mínum og ættingjum. En ég kemst vel af. Ég hef fjölskylduna mína og ég get sinnt skemmtilegasta starfi sem hægt er að hugsa sér. Það kom mér á óvart hvað umskiptin reyndust auðveld, að yfirgefa lifandi vinnustað sem iðaði af mannlífi og taka upp fjarvinnu að heiman. Ég sakna að sjálfsögðu gönguferðanna á morgnana gegnum fuglafriðlandið á leið til vinnu í fallega húsinu í Vatnsmýrinni. Ég sakna starfsfólksins, gestanna og samstarfsaðila hússins. En það bjargast. Þrátt fyrir einveruna á ég mikil samskipti við annað fólk þökk sé hinni stafrænu tækni.

Í síðustu viku fékk ég mér rauðvínsglas í góðum félagsskap. Það var fjarfundur í vínklúbbnum mínum í Finnlandi og í fyrsta sinn í rúmt ár gat ég tekið þátt. Við skröfuðum um heima og geima (mest um heimaskóla en líka um kvíða og einangrun) þar sem við sátum heima hjá okkur hvert í sínu horni. Yfirleitt er ég fjarri góðu gamni búandi á íslandi en nú brá svo við að ég gat verið með og það var í raun alveg dásamlegt.

En mér er hugsað til þeirra sem sitja einir heima og hitta engan annan í netheimum. Ég hugsa líka til þeirra sem eru með lítil börn og geta hvergi farið. Og ég velti fyrir mér hvort það sé eitthvað sem við í Norræna húsinu getum gert?

Hafðu samband
Norræna húsið er mikilvægur fundarstaður fyrir marga. Þrátt fyrir að húsið sé lokað viljum við vera til staðar og gera starfsemi hússins aðgengilega. Við leitum sífellt nýrra leiða og erum að prófa okkur áfram. Bókasafn hússins er með heimsendingarþjónustu fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu og prjónaklúbburinn vinsæli er í óða önn að undirbúa fundarstað á netinu. En okkur langar til að gera þetta í samráði við ykkur. Á heimsíðu Norræna hússins höfum við sett upp tillögubox sem við hvetjum ykkur til að nota. Við viljum endilega vita hvers þið saknið og hvað við getum gert til að koma til móts við ykkur.

Næst langar mig að skrifa um að yfirfæra myndlist í stafrænt form og ég vill endilega heyra ykkar hugleiðingar um málið. Hægt verður að setja inn athugasemdir undir færslunni á Facebook.
Farið varlega á þessum skrýtnu tímum og hugsið vel að ykkar nánustu.

Kær kveðja
Sabina

The post Kveðja af heimaskrifstofunni: Samskiptafjarlægð appeared first on Norræna Húsið.

Nordens hus kører bøger til din hoveddør

Vi tilbyder foreløbigt at køre bøger, film, lydbøger o.a. ud til dig i Reykjavik nærområdet, og leverer dem lige til din fordør, helt gratis. Alle vores leverede materialer er afsprittede, og leveres i overensstemmelse med instruktioner fra myndighederne om hvordan du beskytter dig selv og andre mod covid-19 infektion. Lånetiden for alle materialer bliver sat til 30. April.

Forventet leveringstid er 2-3 hverdage.

Skriv en mail til bibliotek@nordichouse.is eller ring til os på 5517030 og få yderligere vejledning eller information fra vores bibliotekarer.

Bibliotekskatalogen er tilgængelig på leitir.is  hvor du kan afgrænse søgningen til kun at søge i Norræna húsið.

The post Nordens hus kører bøger til din hoveddør appeared first on Norræna Húsið.

THE NORDIC HOUSE IS CLOSED FOR FOUR WEEKS

Because of the Icelandic government gathering ban, we’ve decided to cancel all our events and close The Nordic House from the 14th of March until the 14th of April. All employees can be reached via telephone or email during normal work hours.

All library loans will be automatically extended until the 30th of April.

Find us on Instagram & Facebook where we will continue to share interesting material and Nordic culture.

Any questions? don’t hesitate to contact us via info@nordichouse.is

The post THE NORDIC HOUSE IS CLOSED FOR FOUR WEEKS appeared first on Norræna Húsið.

The Nordic House’s exhibition hall is open again

The Nordic House’s exhibition hall opened in 1971, three years after the house. The first director of The Nordic House, Ivar Eskeland, realized that there was no exhibition hall in Reykjavík, and he started a process in 1969 to open an exhibition hall in an empty space under the house. The Nordic countries participated in the financing of the work and in 1971 the new exhibition hall opened. It became immediately a central place for visual art in Reykjavik and many interesting Nordic artists have exhibited here over the years, for example, Juhani Linnovaara, Roj Friberg, Ragnheiði Jónsdóttur and Hafsteinn Austmann.

In the winter of 2019, there was water damage in the exhibition hall, and the hall has been closed since March. The renovation work began in the fall 2019 and the exhibition hall is now ready. The flooring material has been replaced, but otherwise everything is original. The stone walls, the wooden doors and the wooden sections of the ceiling give the room its character. The two-part exhibition space is flexible and can be adjusted for each exhibition. With the first exhibition we want to show the actual architectural room and its possibilities.

We call the exhibition hall “Hvelfing” (in English vault). The vault serves as the foundation for the hall and the vault stores its most valuable items. In this exhibition hall we want to let the art take part in a Nordic social discourse. Themes such as equality, sustainability and diversity are important for the Nordic House and this will be reflected in our exhibition program. The exhibitions are produced by the Nordic House or in collaboration with other organizations.

Because the Nordic House has children and young people as its main target group, we will have educational program and guides for families and school classes in the exhibition hall.

In 2020 we will have four exhibitions. The year begins with the group exhibition Land Beyond the Sea with Finnish artists, and it is produced by the Pro Artibus Foundation. In April, we open Icelandic Graphic’s 50th anniversary exhibition and during the summer we show an exhibition in collaboration with Reykjavik Arts Festival and their program Platform Gátt which focuses on young Nordic artists. During the autumn, we show a Nordic group exhibition that addresses the theme of equality and gender in a Nordic context.

The post The Nordic House’s exhibition hall is open again appeared first on Norræna Húsið.

The Nordic House is closed during the holidays

Merry Christmas and happy new year.
We look forward to seeing you again in January.

The Nordic House is closed from 24 December 2019 until January 5, 2020.

On January 24 The Nordic House is reopening its exhibition rooms and introducing a new family-friendly restaurant. 
On occasion, we invite you to join us for a celebration.  Stay tuned for more details www.nordichouse.is

The post The Nordic House is closed during the holidays appeared first on Norræna Húsið.

Subscribe to our newsletter